Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, var meðal þeirra sem horfðu á innslag Kveiks á þriðjudaginn var, um ópíóíðafaraldurinn á Íslandi og aðstæður fólks í mikilli neyslu. Við ræðum við Svölu um stöðuna og það sem henni finnst þurfa að breytast til þess að fólk eigi séns.
Við fjöllum um moltugerð og tilraunaverkefni á vegum Reykjavíkurborgar en í framleiðslueldhúsinu á Vitatorgi - þar sem meðal annars eru þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk, er verið að framleiða moltu í sérstakri vél - en borgin er líka að framleiða moltu í stórum stíl uppi í Álfsnesi. Við ræðum við Eyjólf Einar Elíasson, matreiðslumann og forstöðumann eldhússins á Vitatorgi - og Gunnar Dofra Ólafsson, samskiptastjóra hjá Sorpu.
Stefán Gíslason flytur loftslagspistil.
Frumflutt
5. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.