Hugmyndahraðhlaup fyrir heilbrigðiskerfið, Sjóvarnir og sjávarflóð, Formaður Póstfreyjufélagsins 1969
Vandamál heilbrigðiskerfisins voru í forgrunni á hugmyndahraðhlaupi um helgina. Þar safnaðist saman skapandi fólk sem reyndi að finna lausnir á biðlistum, óskilvirkum tilvísunum og óeinstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hugmyndahraðhlaupið var á vegum Klak – Icelandic Startups og í dag ræðum við við Atla Björgvinsson og Frey Friðfinnsson frá Klak um hugmyndahraðhlaup, nýsköpun og heilbrigðistækni.
Sjóvarnargarðar eru víða laskaðir eftir sjávarflóð í síðustu viku. Á Granda í Reykjavík varð mikið tjón á atvinnuhúsnæði, alda hreif tvo menn með sér á Akraneshöfn og sumarhús í Suðurnesjabæ voru umflotin sjó. Við ræðum þennan veðurofsa, orsakir hans og aðgerðir vegna hans við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá Vegagerðinni.
Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins kemur til okkar í lok þáttar - við skyggnumst inn í líf bréfbera á sjöunda áratugnum.
Tónlist:
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
Bombay Bicycle Club - Luna.
Frumflutt
10. mars 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.