Þegar mamma mín dó er nýútkomin bók rithöfundarins og doktorsnemans Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Í bókinni lýsir hún þeirri reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Við heyrum viðtal við Sigrúnu Ölbu og fáum að vita meira um missinn og skrifin um hann.
Við rifjum upp eldra viðtal úr safni Samfélagsins, þar sem fjallað var um vinnustofu leikhópsins Kriðpleir undir yfirskriftinni Efsta hillan, þar sem þátttakendur voru beðnir um að mæta með krukkur eða sósutúpur sem höfðu dagað upp í ísskápnum.
Þá kemur að vísindaspjalli Samfélagsins. Edda Olgudóttir ætlar að fræða okkur um rannsókn á byggingu á prótíni sem heitir Herv-K, í vísindaspjalli vikunnar. Hún kemur til okkar í lok þáttar.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist:
Moon River - Frank Sinatra
Andalúsía - JÓNFRÍ
Frumflutt
8. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.