Samfélagið

Nýyrðasmíð gervigreindar, Afstaða í 20 ár, ofanflóð og loftslagsbreytingar

Afstaða, félag fanga, fagnar 20 ára afmæli í ár. Félagið berst fyrir réttindum fanga og við ætlum ræða formann félagsins, Guðmund Inga Þóroddsson, um fangelsismál almennt.

Refilskór, óðlega, tónfæri. Spjallmenni á borð við ChatGPT búa stundum til orð þar sem þau vantar og nota oft orð eins og þessi, sem enginn kannast við. Er gervigreindin þannig eins og barn á máltökuskeiði? Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar í dag og ræðir við okkur og Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins, um nýyrðasmíði gervigreindarinnar.

Og lokum fáum við tvö viðtöl sem Samfélagið tók á Ísafirði í síðustu viku - um hagræn áhrif ofanflóða, og áhrif loftslagsbreytinga á ofanflóðaáhættu.

Tónlist úr þættinum:

Weyes Blood - Andromeda (Radio Edit) (bonus track mp3).

Ólafur Kram - Blúndustelpan.

Frumflutt

15. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,