Þjóðsögukista heimsins er opnuð í hlaðvarpsþáttum í umsjón Ingibjargar Fríðu Helgadóttur. Sögurnar eru alls konar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar svolítið hræðilegar eða draugalegar. Þjóðsögurnar eru frá ýmsum heimshornum og Ingibjörg Fríða ætlar að setjast hjá okkur og segja okkur allt um Þjóðsögukistuna.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um rannsóknir í umhverfissálfræði og hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt í sínum vikulega pistli.
Í lok þáttar heyrum við viðtal við Daníel Sæberg. Daníel missti son sinn, Jökul Frosta, af slysförum þegar hann var fjögurra ára. Daníel hefur heiðrað minningu Jökuls Frosta með því að halda Grænan dag og tilgangurinn er að safna fjármagni fyrir börn og unglinga í sorg.
Tónlist þáttarins:
Ævilangt / GDRN
A Horse With No Name / America
High heels / Júníus Meyvant
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Frumflutt
7. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.