Staðan í ferðaþjónustu, veitingarekstur í miðborginni og matþörungar í fjörunni
Samfélagið sendi út frá Skúla Craftbar, öldurhúsi við Fógetagarðinn í miðborg Reykjavíkur og umræðuefni dagsins tengist einmitt miðborginni, því hvað hún stendur fyrir og þeirri þjónustu sem þar er í boði. Við ræðum ferðaþjónustu, veitingarekstur og stöðu íslenskrar þjóðmenningar almennt við Ólaf Örn Steinunnar- Ólafsson og Björn Árnason veitingamenn og Katrínu Önnu Lund, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Um miðbik þáttar er farið í fjöruferð í innanverðan Breiðafjörðinn með Svanhildi Egilsdóttur, líffræðingi á Hafró. Hún fræðir okkur um sjávarkapers, sjávarspagettí og fleira ætt í fjörunni.
Tónlist:
Teitur Magnússon - Hverra manna.
Mitchell, Joni - Little Green.
Frumflutt
13. sept. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.