Vernd íslenskra hafsvæða, dulúðlegar fjalir á Þjóðskjalsafninu og rannsókn á fjölmiðlanotkun
Fyrir árið 2030 hyggjast íslensk stjórnvöld tryggja vernd 30% hafsvæða við Ísland. Þetta er stórt stökk því í dag er bara örlítið brot af hafinu við Ísland verndað. Snjólaug Árnadóttir, dósent við Lagadeild HR og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, ætlar að ræða við okkur um hafréttarmál en það er allur gangur á því hvort alþjóðasáttmálar um vernd hafsins eru bindandi eða ekki og misjafnt hversu skýrar kröfur þeir gera til aðildarlanda.
Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir heimildir um sögu landsins og þróun byggðar og mannlífs. Þar má meðal annars finna heimildir um fjalir sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands. Fjalirnar komu til safnsins 1924 og voru lengi sveipaðar dulúð vegna myndefnisins sem var á þeim.
Fjórir af hverjum tíu í heiminum segjast forðast að neyta frétta, stundum eða oft, samkvæmt árlegri könnun á fjölmiðlanotkun sem nær til 48 landa. Þetta hlutfall hefur hækkað um ellefu prósentustig frá árinu 2017. Þátttakendur í könnuninni segjast jafnvel úrvinda yfir miklu magni frétta og umfjöllun oft of neikvæð. Við ræddum þessar niðurstöður við Skúla Braga Geirdal fjölmiðlafræðing.
Frumflutt
15. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.