Í hartnær hálfa öld hefur Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur unnið að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni – með góðum árangri: birkiyrki úr hans smiðju hefur meðal annars verið flutt til ræktunar í birkilandinu mikla Finnlandi. Þorsteinn heldur fyrirlestur um kynbætur á birki á fræðslufundi hjá Skógræktarfélagi Íslands í kvöld – og verður gestur Samfélagsins hér á eftir og segir frá kynbótum sínum og rannsóknum.
Hvernig gengur okkur að takast á við fátækt á Íslandi? Þetta er spurning sem Halldór Sigurður Guðmundsson og Kolbeinn Stefánsson, dósentar, kennarar og rannsakendur við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, vörpuðu fram á félagsráðgjafaþingi síðasta föstudag. Samfélagið var á þinginu og við ræddum við þá félaga um fátækt og félagsráðgjöf.
Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og föstum pistlahöfundi Samfélagsins.
Frumflutt
25. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.