Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Við höldum áfram landshornaflakki okkar en við höfum verið á fartinu síðustu vikur og fengið skemmtilega og fræðandi yfirreið yfir hin og þessi svæð’i landsins upp á síðkastið. Þannig höfum við átt frábær ferðalög um Austfirði, Vestfirði, Norðurland, uppsveitir Árnessýslu og um Borgarfjörð vestra og nágrenni en núna ætlum við að heimsækja hinar töfrandi Vestmannaeyjar. Það er hann Sæþór Vídó sem ætlar að bjóða okkur að spranga um Heimaey og kannski nágrenni með sér.
Og við ætlum ekki að leggja árar í bát eftir för okkar til Eyja því við höldum austur á bóginn og siglum okkur til Borgarfjarðar eystri en þar er Áskell Heiðar Ásgeirsson á fullu spani við undirbúning Bræðsluhátíðarinnar þar í bæ og stendur mikið til. Það er nefnilega 20 ára afmæli þessarar hátíðar þar sem í fyrstu átti einungis að tjalda til einnar nætur en nú hefur ýmislegt gerst á þessum 20 árum. Heiðar sagði hlustendum frá herlegheitunum sem hefjast í raun á þriðjudegi og lýkur með lúðraþyt á laugardag.
Svo er það auðvitað tónlistin, Rás 2 er vitaskuld tónlistarútvarp og er ávallt með bestu tónlistina ... sagt af einskærri hógværð.
MAGNÚS ÞÓR & JÓNAS SIGURÐSSON - Ef ég gæti hugsana minna
HJALTALÍN - Halo (Beyonce ábreiða frá 2013)
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Taste
HELGI BJÖRNSSON - Lífið sem eitt sinn var
JÚNÍUS MEYVANT & KK - Skýjaglópur
MÓBERG - Sjómennskan
MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni
STUÐMENN - Komdu með
BENSON BOONE - Beautiful Things
CAT STEVENS - Morning Has Broken
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Í tokuni
CHAPPELL ROAN - Good Luck, Babe!
EMILIANA TORRINI - Sunny Road (frá Bræðslunni 2006)
SUEDE - She's In Fashion
BANGLES - Manic Monday
BIRNIR, GDRN - Sýna mér