18:10
Spegillinn
Gosmóða og gasmengun
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Mikil gosmóða og gasmengun hefur legið yfir stórum hluta landsins í dag og undanfarna daga og hún liggur líka yfir Speglinum. Þótt yfirstandandi eldgos á Sundhnúksgígaröðinni standi betur undir lýsingunni „óttalegur ræfill“ en gosið sem mætur jarðvísindamaður gaf þá einkunn fyrir fjórum árum, þá er mengunin frá því töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaganum. Því er spurt: Eru aðstæður á gosstöðvum eða samsetning kvikunnar eitthvað öðru vísi en í fyrri gosum, eða eru það eingöngu ytri aðstæður sem valda þessu? Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands kann svör við því. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,