10:13
Flugur
Tónlist frá ýmsum tímum í anda Bítlanna
Flugur

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem minna um margt á þá tónlist sem breska hljómsveitin Beatles sendi frá sér á sínum tíma. Fyrst eru tvö lög með úrúgvæsku hljómsveitinni Los Shakers, síðan tvö lög með bandarísku sveitinni Spongetones, eitt lag með bresku sveitinni Temples, eitt lag með Mild High Club sem er listamanns- eða hljómsveitarnafn Alexanders Brettin. Þessu næst kemur eitt lag með Tears for Fears, þýsku hljómsveitirinar Münchener Freiheit og Fool's Garden flytja sitthvort lagið, eitt lag með Jasmin og að lokum eitt lag með bandarísku sveitinni Mango Furs.

Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 45 mín.
,