15:03
Bókmenntir eftirstríðsáranna (3 af 4)
Hernám í stríði og friði
Bókmenntir eftirstríðsáranna

Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007

Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007

Í þessum þriðja þætti er hugað að skáldsagnaskrifum á stríð- og eftirstríðsárum. Rætt er um átökin á milli sveitalífssagna og sagna sem tengdust hinni nýju borgarmyndun. Við sögu koma höfundar eins og Guðmundur G. Hagalín, Guðrún frá Lundi og Kristmann Guðmundsson.

Leikið er brot úr Kristrúnu í Hamravík upplestur Brynjólfs Jóhannessonar frá árinu 1958 (DB-41-2). Í því samhengi er vitnað í skrif Stefáns Einarssonar og Kristins e. Andreéssonar, sem og í skrif Jón Yngva Jóhannssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur í íslenskri bókmenntasögu.

Rætt er við Halldór Guðmundsson um stöðu og áhrif Halldórs Laxness. Þá er rætt um Atómstöð Laxness og Sóleyjarsögu Elíasar Mar sem dæmi um borgarsögur þessa tíma. Lesið er úr bók Halldórs Laxness Atómstöðinni (DB-1039)

Af DB 1039 en Halla M. Jóhannesdóttir les úr Sóleyjarsögu og einnig tilvitnanir úr bókmenntasögu.

Gunnar Stefánsson les aðrar tilvitnanir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 44 mín.
,