Hvort sem þú ætlar að fara á fætur eða sofa áfram setur Pétur Grétarsson á fóninn tónlist úr ýmsum áttum.
Lagalisti:
Hallgrímur Helgason, Kristinn Hallsson - Æskuheit.
Sigríður Thorlacius - Englar í heimsókn.
Karl Olgeirsson, Elín Harpa Valgeirsdóttir - Þegar morgna fer.
Jones, Tom Söngvari - Delilah.
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.
Armstrong, Louis, Iona, Andy and his Islanders - Hawaiian hospitality.
Canino, Bruno, Harrell, Lynn - Après un rêve.
Royal Academy of Music, Juilliard School Ensemble - Ragtime for eleven instruments, K030.
Wilson, Teddy, Hampton, Lionel, Goodman, Benny, Tough, Dave, Goodman, Benny Quartet - Sugar.
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm. - Venus as a boy.
Sagbohan, Danialou, Mala, Afia - Ziguégué.
Dickow, Tina, Kjartan Arngrim - Menneskedyr - Featuring Kjartan Arngrim.

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, var gestur Morgungluggans. Eftir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Íslands hefur stjórnarandstaðan áhyggjur af því að ríkisstjórnin sé að lauma Íslandi inn í sambandið án vitundar þjóðarinnar. Þorgerður Katrín ræddi þessi mál, ástandið á Gaza og samskipti við Ísraelsríki og fleira.
Í fyrri hluta þáttar kom Jóhann Pál Ástvaldsson íþróttafréttamaður og sagði frá stöðunni á EM kvenna í knattspyrnu, en undanúrslit hefjast á morgun, fleiri fréttir úr heimi íþróttanna og það sem framundan er í sumar.
Tónlist:
Þitt auga - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Dans gleðinnar - Vilhjálmur Vilhjálmsson

Pétur Gunnarsson tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með honum er Hjalti Rögnvaldsson.
Þættirnir eru frá 1996
Umsjónarmaður tekur að sér leiðsögn til Íslands á átjándu öld. - Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson og Sigrún Edda Björnsdóttir
Lesið er úr Leiðangri Stanleys í þýðingu Steindór Steindórssonar frá Hlöðum.
Haldið er áfram för til átjándu aldar í slagtogi með leiðangri Stanleys, sumarið 1789. Leiðangursmönnum gengur illa að fá hesta og hjakkar í sama farinu, en á meðan bregðum við okkur út í Viðey og kynnumst mannlífinu þar. Þar sitja tvær ekkjur og eru að skrifa Sveini Pálssyni, þá lækna- og náttúrufræðistúdent í Kaupmannahöfn. Í framhaldi af því rýnum við nánar í líf og störf Sveins Pálssonar, brautryðjanda í náttúrufræðirannsóknum á Íslandi og læknis á veglausu og óbrúuðu Suðurlandi.

Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög frá ýmsum tímum sem minna um margt á þá tónlist sem breska hljómsveitin Beatles sendi frá sér á sínum tíma. Fyrst eru tvö lög með úrúgvæsku hljómsveitinni Los Shakers, síðan tvö lög með bandarísku sveitinni Spongetones, eitt lag með bresku sveitinni Temples, eitt lag með Mild High Club sem er listamanns- eða hljómsveitarnafn Alexanders Brettin. Þessu næst kemur eitt lag með Tears for Fears, þýsku hljómsveitirinar Münchener Freiheit og Fool's Garden flytja sitthvort lagið, eitt lag með Jasmin og að lokum eitt lag með bandarísku sveitinni Mango Furs.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við fræddumst í dag um íslenska refinn, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiðir stórt alþjóðlegt verkefni um rannsóknir á íslenska refastofninum og þar er m.a. verið að skoða vísbendingar um að hann gæti verið af mismunandi vistgerðum, eftir landshlutum. Ester kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu.
Safn vikunnar í þetta sinn var Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við heyrðum í Kristínu Völu Þrastardóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar þar sem hún var stödd fyrir austan. Hún sagði okkur frá starfseminni, Listasafni Svavars Guðnasonar, bókasafninu, Gömlubúð, sem á merkilega sögu og fleiru í þættinum.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Abracadabra / Steve Miller Band (Steven Haworth Miller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Efnahagsþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum ná yfir íslenskt fyrirtæki. Rússnesk útgerð keypti meirihluta í fyrirtækinu skömmu fyrir innrásina í Úkraínu. Skip hennar eru talin hluti af skuggaflota Rússa.
Mikil gasmengun er á höfuðborgarsvæðinu, sú mesta sem mælst hefur frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaga. Vinnuskólar í Hafnarfirði og Reykjavík eru lokaðir.
Framleiðsla kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í gær. Forstjóri fyrirtækisins vonar að starfsemi hefjist á ný í byrjun næsta árs.
Ísraelsher hefur hafið landhernað í borginni Deir al-Balah á Gaza, í fyrsta sinn frá því að stríðið hófst. Yfirvöld á Gaza segja að nítján hafi dáið úr hungri síðasta sólarhring.
Hætta skapaðist þegar maður stal bíl á lokuðu svæði Keflavíkurflugvallar í gær og ók yfir flugbraut þar sem verið var að undirbúa flugtak.
Utanríkisráðherra mætir á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag til að upplýsa þingmenn um fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál.
Og bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler er að spila sig inn á lista yfir bestu kylfinga sögunnar.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Andrea Þórunn Björnsdóttir, amma Andrea eins og hún er oftast kölluð, hefur búið á Akranesi frá því hún var 23 ára. Hún segir frá Langasandi þar sem hún fer reglulega í heilsubótargöngu.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
Anne-Sophie Mutter fiðluleikari og Lambert Orkis píanóleikari flytja þriðja þátt, (Passacaglia) Allegro moderato ma energico úr Sónötu fyrir fiðlu og píanó í b-moll eftir Ottorino Respighi.
Strokkvartettinn Siggi flytur Strengjakvartett nr. 5: Attacca 2016 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzo-sópran, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, og Pétur Jónasson gítarleikari flytja Þið förumenn jarðar, eftir Atla Heimi Sveinsson. Ljóðið orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Einar Steinþór Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar, Stefán Jón Bernharðsson hornleikari, Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Tom Yaron Meyerson túbuleikari flytja þætti úr verkinu Málmglettur eftir Birki Frey Matthíasson. Þættirnir eru alls níu, en hér hljóma sex þeirra:
Fannbreiða
Vorhiminn
Morgunroði
Leikvangur
Næturregn
Svifflug
Arngunnur Árnadóttir leikur á klarínettu með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Þau flytja 2. kafla, Adagio, úr Klarínettukonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar flytja 3. þátt, Adagio, úr verkinu Gran Partita KV 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson.
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Jórunn Sigurðardóttir fjallar um bókmenntir eftirstríðsáranna í fjórum þáttum frá árinu 2007
Í þessum þriðja þætti er hugað að skáldsagnaskrifum á stríð- og eftirstríðsárum. Rætt er um átökin á milli sveitalífssagna og sagna sem tengdust hinni nýju borgarmyndun. Við sögu koma höfundar eins og Guðmundur G. Hagalín, Guðrún frá Lundi og Kristmann Guðmundsson.
Leikið er brot úr Kristrúnu í Hamravík upplestur Brynjólfs Jóhannessonar frá árinu 1958 (DB-41-2). Í því samhengi er vitnað í skrif Stefáns Einarssonar og Kristins e. Andreéssonar, sem og í skrif Jón Yngva Jóhannssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur í íslenskri bókmenntasögu.
Rætt er við Halldór Guðmundsson um stöðu og áhrif Halldórs Laxness. Þá er rætt um Atómstöð Laxness og Sóleyjarsögu Elíasar Mar sem dæmi um borgarsögur þessa tíma. Lesið er úr bók Halldórs Laxness Atómstöðinni (DB-1039)
Af DB 1039 en Halla M. Jóhannesdóttir les úr Sóleyjarsögu og einnig tilvitnanir úr bókmenntasögu.
Gunnar Stefánsson les aðrar tilvitnanir.
Í Heimshorni verður leikin létt tónlist frá ýmsum löndum vítt og breitt um heiminn.
Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson
Í þættinum eru leikin lög frá Þýskalandi, Danmörku og af plötu með lögum frá ýmsum löndum sem franska útvarpið gaf út. Og svo heyrum við í söngkonunni og lagahöfundinum Lhasa de Sela.
Fréttir
Fréttir
Yfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál hefur ekkert með þau mál að gera heldur snýst hún bara um pólitík, segir formaður Framsóknarflokksins. Utanríkisráðherra segir að Ísland líkt og aðrar Evrópuþjóðir rísi nú upp og treysti stoðir í varnarmálum.
Mengunin frá eldgosinu er töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga.
Hópur fólks sem kallar sig Skjöldur Íslands gekk um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld og segist ætla að standa vörð um framtíð Íslands. Lögregla varar við að einstaklingar eða hópar taki sér lögregluvald á eigin forsendum.
Flugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að finna gat í þokunni svo þyrla gæslunnar gæti sótt veikan farþega á skemmtiferðaskipi við suðurströnd landsins síðdegis.
Kona sem keyrði of hratt í hálku á sumardekkjum hefur verið dæmd fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi.
Móðir fimm ára drengs á einhverfurófi stendur að stofnun sérhæfðs grunnskóla fyrir einhverf börn í samstarfi við bæjaryfirvöld í Garðabæ.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Erna Sóley Ásgrímsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Mikil gosmóða og gasmengun hefur legið yfir stórum hluta landsins í dag og undanfarna daga og hún liggur líka yfir Speglinum. Þótt yfirstandandi eldgos á Sundhnúksgígaröðinni standi betur undir lýsingunni „óttalegur ræfill“ en gosið sem mætur jarðvísindamaður gaf þá einkunn fyrir fjórum árum, þá er mengunin frá því töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaganum. Því er spurt: Eru aðstæður á gosstöðvum eða samsetning kvikunnar eitthvað öðru vísi en í fyrri gosum, eða eru það eingöngu ytri aðstæður sem valda þessu? Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands kann svör við því. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Eitt og annað úr safni Útvarps. Tónlist eða talað mál.
Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hver eru Einar og Anna og af hverju var safnið þeirra bannað börnum? Margrét Tryggvadóttir svarar þessum spurningum með því að segja okkur frá bókinni Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum. Bókaormurinn Katla rýnir í bókina og segir okkur hvað hún hefur verið að lesa.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum á Verbier-hátíðinni í Sviss, 25. júlí sl..
Kammersveit Verbier-hátíðarinnar leikur verk eftir Maurice Ravel, George Gershwin og Wolfgang Amadeus Mozart.
Einleikari: Lucas Debargue píanóleikari.
Stjórnandi: Tarmo Peltokoski.
Umsjón: Ása Briem.

Skáldsaga Thors Vilhjálmssonar - Óp bjöllunnar - kom út árið 1970.
Höfundur las söguna fyrir útvarpið árið 1981


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Við fræddumst í dag um íslenska refinn, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiðir stórt alþjóðlegt verkefni um rannsóknir á íslenska refastofninum og þar er m.a. verið að skoða vísbendingar um að hann gæti verið af mismunandi vistgerðum, eftir landshlutum. Ester kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu.
Safn vikunnar í þetta sinn var Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við heyrðum í Kristínu Völu Þrastardóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar þar sem hún var stödd fyrir austan. Hún sagði okkur frá starfseminni, Listasafni Svavars Guðnasonar, bókasafninu, Gömlubúð, sem á merkilega sögu og fleiru í þættinum.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Abracadabra / Steve Miller Band (Steven Haworth Miller)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Örnólfur Árnason gerði þessa þætti árið 2002

Útvarpsfréttir.
Kristján Freyr Halldórsson vaknar með hlustendum Rásar 2 í sumar, leikur ljúfa og létta tóna og daðrar við dægurmál líðandi stundar.
Við höldum áfram landshornaflakki okkar en við höfum verið á fartinu síðustu vikur og fengið skemmtilega og fræðandi yfirreið yfir hin og þessi svæð’i landsins upp á síðkastið. Þannig höfum við átt frábær ferðalög um Austfirði, Vestfirði, Norðurland, uppsveitir Árnessýslu og um Borgarfjörð vestra og nágrenni en núna ætlum við að heimsækja hinar töfrandi Vestmannaeyjar. Það er hann Sæþór Vídó sem ætlar að bjóða okkur að spranga um Heimaey og kannski nágrenni með sér.
Og við ætlum ekki að leggja árar í bát eftir för okkar til Eyja því við höldum austur á bóginn og siglum okkur til Borgarfjarðar eystri en þar er Áskell Heiðar Ásgeirsson á fullu spani við undirbúning Bræðsluhátíðarinnar þar í bæ og stendur mikið til. Það er nefnilega 20 ára afmæli þessarar hátíðar þar sem í fyrstu átti einungis að tjalda til einnar nætur en nú hefur ýmislegt gerst á þessum 20 árum. Heiðar sagði hlustendum frá herlegheitunum sem hefjast í raun á þriðjudegi og lýkur með lúðraþyt á laugardag.
Svo er það auðvitað tónlistin, Rás 2 er vitaskuld tónlistarútvarp og er ávallt með bestu tónlistina ... sagt af einskærri hógværð.
MAGNÚS ÞÓR & JÓNAS SIGURÐSSON - Ef ég gæti hugsana minna
HJALTALÍN - Halo (Beyonce ábreiða frá 2013)
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Taste
HELGI BJÖRNSSON - Lífið sem eitt sinn var
JÚNÍUS MEYVANT & KK - Skýjaglópur
MÓBERG - Sjómennskan
MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni
STUÐMENN - Komdu með
BENSON BOONE - Beautiful Things
CAT STEVENS - Morning Has Broken
EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Í tokuni
CHAPPELL ROAN - Good Luck, Babe!
EMILIANA TORRINI - Sunny Road (frá Bræðslunni 2006)
SUEDE - She's In Fashion
BANGLES - Manic Monday
BIRNIR, GDRN - Sýna mér

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.
Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, var gestur Morgungluggans. Eftir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Íslands hefur stjórnarandstaðan áhyggjur af því að ríkisstjórnin sé að lauma Íslandi inn í sambandið án vitundar þjóðarinnar. Þorgerður Katrín ræddi þessi mál, ástandið á Gaza og samskipti við Ísraelsríki og fleira.
Í fyrri hluta þáttar kom Jóhann Pál Ástvaldsson íþróttafréttamaður og sagði frá stöðunni á EM kvenna í knattspyrnu, en undanúrslit hefjast á morgun, fleiri fréttir úr heimi íþróttanna og það sem framundan er í sumar.
Tónlist:
Þitt auga - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Dans gleðinnar - Vilhjálmur Vilhjálmsson


Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Efnahagsþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum ná yfir íslenskt fyrirtæki. Rússnesk útgerð keypti meirihluta í fyrirtækinu skömmu fyrir innrásina í Úkraínu. Skip hennar eru talin hluti af skuggaflota Rússa.
Mikil gasmengun er á höfuðborgarsvæðinu, sú mesta sem mælst hefur frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaga. Vinnuskólar í Hafnarfirði og Reykjavík eru lokaðir.
Framleiðsla kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í gær. Forstjóri fyrirtækisins vonar að starfsemi hefjist á ný í byrjun næsta árs.
Ísraelsher hefur hafið landhernað í borginni Deir al-Balah á Gaza, í fyrsta sinn frá því að stríðið hófst. Yfirvöld á Gaza segja að nítján hafi dáið úr hungri síðasta sólarhring.
Hætta skapaðist þegar maður stal bíl á lokuðu svæði Keflavíkurflugvallar í gær og ók yfir flugbraut þar sem verið var að undirbúa flugtak.
Utanríkisráðherra mætir á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag til að upplýsa þingmenn um fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál.
Og bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler er að spila sig inn á lista yfir bestu kylfinga sögunnar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Orri Freyr Rúnarsson stýrði Popplandi í dag. Farið yfir helstu tónlistarfréttir og afmælisbörn dagsins. Ný plata vikunnar kynnt til sögunnar.
Laufey - Lover Girl.
Björn Jörundur og Eyfi - Álfheiður Björk.
Mark Ronson og RAYE söngkona - Suzanne.
Bruno Mars - Finesse (ft. Cardi B).
Stephen Sanchez - Until I Found You.
Króli, USSEL, JóiPé - 7 Símtöl.
Johnny Cash - Hurt.
Una Torfadóttir og CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
One Republic - I Ain't Worried.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
Rakel Sigurðardóttir og Kári the Attempt - do you want to know.
Blondie - One Way Or Another.
Lola Young - One Thing.
Eddie Vedder - Society.
Billie Eilish - Chihiro.
Guns N' Roses - Sweet Child O' Mine.
Gary Numan - Cars.
R.E.M. - Man On The Moon.
Sigríður Beinteinsdóttir og Celebs - Þokan.
Bee Gees - You Should Be Dancing.
Elvar - Miklu betri einn.
Coldplay - A Sky Full Of Stars.
Portugal. The man - Silver Spoons.
Tommy Cash - Espresso Macchiato (ESC Eistland).
Friðrik Dór Jónsson og Moses Hightower - Bekkjarmót og jarðarfarir.
Emilíana Torrini - Jungle Drum.
Pálmi Gunnarsson - Þorparinn.
Bon Iver - Holocene.
David Bowie - Heroes.
Júlí Heiðar og Dísa - Ástardúett.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Tímavél.
Red Hot Chili Peppers - Californication.
GDRN - Vorið.
Bubbi Morthens - Blátt gras.
Oasis - Little By Little.
Cat Stevens - Father and son.
Manic Street Preachers - You Stole The Sun From My Heart.
Kaleo - Bloodline.
The Coral - In The Morning.
Blur - Tender.
Pink Floyd - Another brick in the wall.
Duran Duran - Hungry Like The Wolf.
Hipsumhaps - Fyrsta ástin.
Tyler Childers - Nose On The Grindstone.
Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Gosmóða og eldfjallagas hefur legið yfir vesturhelmingi landsins, sér í lagi yfir suðvesturhorninu. Og gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa í dag eru hæstu gildi frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Veðurstofan hefur spáð því að mögulega geri nægan vind seinni partinn til að feykja þessu burt. Þorsteinn V. Jónsson er vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Við heyrðum í honum.
Aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi mun vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu og bílastæði séu sneisafull. Guðni Kristinsson hjá 2GoIceland.com sem fer með ferðamenn um svæðið talar um sannkallað túristagos. Guðni var á línunni hjá okkur.
Við ræddum bílastæðamál og íbúakort við Teit Atlason.
Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins og varaþingmaður Samfylkingarinnar, lenti í því að „missa andlitið“, eins og hún orðar það í færslu á Facebook-síðu sinni, en hún er marin og rispuð eftir fall á rafhlaupahjóli. Við heyrðum í Sigurþóru.
Hópur fólks af Suðurnesjum hefur undanfarin ár farið í ferðir uppá hálendið á buggy bílum og fjórhjólum. Nú er það hringur kringum Hofsjökul og Langjökul. Þau kalla sig Landshornaflakkarar á Facebook. Guðbergur Reynisson, einn úr hópnum, sagði okkur frá ferðinni.
Fréttir
Fréttir
Yfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál hefur ekkert með þau mál að gera heldur snýst hún bara um pólitík, segir formaður Framsóknarflokksins. Utanríkisráðherra segir að Ísland líkt og aðrar Evrópuþjóðir rísi nú upp og treysti stoðir í varnarmálum.
Mengunin frá eldgosinu er töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga.
Hópur fólks sem kallar sig Skjöldur Íslands gekk um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld og segist ætla að standa vörð um framtíð Íslands. Lögregla varar við að einstaklingar eða hópar taki sér lögregluvald á eigin forsendum.
Flugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að finna gat í þokunni svo þyrla gæslunnar gæti sótt veikan farþega á skemmtiferðaskipi við suðurströnd landsins síðdegis.
Kona sem keyrði of hratt í hálku á sumardekkjum hefur verið dæmd fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi.
Móðir fimm ára drengs á einhverfurófi stendur að stofnun sérhæfðs grunnskóla fyrir einhverf börn í samstarfi við bæjaryfirvöld í Garðabæ.
Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Erna Sóley Ásgrímsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Mikil gosmóða og gasmengun hefur legið yfir stórum hluta landsins í dag og undanfarna daga og hún liggur líka yfir Speglinum. Þótt yfirstandandi eldgos á Sundhnúksgígaröðinni standi betur undir lýsingunni „óttalegur ræfill“ en gosið sem mætur jarðvísindamaður gaf þá einkunn fyrir fjórum árum, þá er mengunin frá því töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaganum. Því er spurt: Eru aðstæður á gosstöðvum eða samsetning kvikunnar eitthvað öðru vísi en í fyrri gosum, eða eru það eingöngu ytri aðstæður sem valda þessu? Katrín Agla Tómasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands kann svör við því. Ævar Örn Jósepsson ræddi við hana.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Spacestation - Fun Machine
Laraw - Milk and sugar
Vannye - La cigarette qui fait rire
Guts - What is love
Beck - The Golden Age
Sanullim - Don´t go
Taylor Haskins - Alberto Balsalm
Kraftwerk - Boing bumm Tschak
Jaakko Eino Kalevi - Macho
Mannakorn Garún

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Rakel og Kári hafa komið víða við í íslenski tónlistarlífi. Hún sem söngkona og hann sem lagahöfundur, upptökustjóri og hljóðfæraleikari. Þau snúa bökum saman á þessari stuttskífu sem fjallar um einmanaleikann, vináttuna og ýmislegt manneskjulegt.