18:00
Kvöldfréttir útvarps
Utanríkismál, gosmóða, þjóðernissinnar og lögreglan, erfiðar aðstæður við sjúraflug, grunnskóli fyrir einhverf börn
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Yfirlýsing Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál hefur ekkert með þau mál að gera heldur snýst hún bara um pólitík, segir formaður Framsóknarflokksins. Utanríkisráðherra segir að Ísland líkt og aðrar Evrópuþjóðir rísi nú upp og treysti stoðir í varnarmálum.

Mengunin frá eldgosinu er töluvert meiri, víðförlari og þaulsætnari en áður hefur sést frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga.

Hópur fólks sem kallar sig Skjöldur Íslands gekk um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld og segist ætla að standa vörð um framtíð Íslands. Lögregla varar við að einstaklingar eða hópar taki sér lögregluvald á eigin forsendum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að finna gat í þokunni svo þyrla gæslunnar gæti sótt veikan farþega á skemmtiferðaskipi við suðurströnd landsins síðdegis.

Kona sem keyrði of hratt í hálku á sumardekkjum hefur verið dæmd fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi.

Móðir fimm ára drengs á einhverfurófi stendur að stofnun sérhæfðs grunnskóla fyrir einhverf börn í samstarfi við bæjaryfirvöld í Garðabæ.

Umsjón: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Stjórn útsendingar: Erna Sóley Ásgrímsdóttir

Er aðgengilegt til 21. júlí 2026.
Lengd: 10 mín.
,