Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Árið 2025 er alþjóðlegt ár skammtafræði, og í gær var tilkynnt að þrír vísindamenn hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði einmitt fyrir rannsóknir á sviði skammtafræðinnar. Við notuðum tilefnið og ræddum við Sigurð Inga Erlingsson, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, um skammtafræði.
Þórhildur Ólafsdóttir er ekki heima í Úganda að þessu sinni heldur á á ferðalagi um Tyrkland. Þórhildur sagði okkur frá því sem fyrir augu hefur borið.
Við fjölluðum líka um Hannes Pétursson skáld. 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabókin hans, Kvæðabók, kom út. Af því tilefni verður dagskrá í Miðgarði í Skagafirði á sunnudaginn. Sölvi Sveinsson ræddi um Hannes og Kvæðabókina.
Tónlist:
Possibillies - Vindarnir dansa.
Hjálmar - Leiðin okkar allra.
Mark Knopfler - Going home.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Annað kvöld verður sýnd heimildarmynd á RÚV eftir Bjarney Lúðvíksdóttur um heilatengda sjónskerðingu eða CVI, myndin heitir á íslensku Fyrir allra augum og er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Dagbjört kom í þáttinn í dag ásamt Elínu Sigurðardóttur, vinkonu sinni, sem fylgir Dagbjörtu í myndinni.
Við töluðum svo við Sæunni Öldudóttur, hún ber þann flotta titil að vera súrdeigsráðgjafi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á súrdeiginu. Hún stefnir á að opna lítið bakarí, en hún hefur selt brauð lengi og búið til deig fyrir verslanir. Sæunn fræddi okkur um grunnatriðin í súrdeigi og ýmsu súrdeigstengdu hér á eftir.
Þær Guðfinna Eydal sálfræðingur og Anna Ingólfsdóttir, rithöfundur og jógakennari, gáfu út bókina MAKAMISSIR fyrir nokkrum árum sem fékk góðar viðtökur og sýndi að þörf er fyrir stuðning við fólk sem hefur misst maka. Nú bjóða þær stöllur uppá rafrænt námskeið þar sem þær fara dýpra og ítarlegar í málefnið en námskeiðið veitir fræðslu, samkennd og stuðning sem hjálpar til við úrvinnslu sorgar og að ná sálrænni endurheimt. Anna kom í þáttinn í dag og sagði frá.
Tónlist í þættinum í dag:
Og co / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Ítalskur calypso / Erla Þorsteinsdóttir (L. Monte & W. Merrell)
Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)
Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stýrivextir verða óbreyttir, sjö og hálft 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir að verðbólga sé of mikil þótt hagkerfið hafi kólnað. Bíða verði eftir meira jafnvægi á fasteignamarkaði og vinnumarkaði.
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið í samskiptum við milligöngumenn vegna Íslendings sem ísraelski herinn handtók í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að Ísrael fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi.
Viðræður Ísraela og Hamas um mögulegt vopnahlé á Gaza halda áfram í dag.
Veðurstofan varar við vestan hvassviðri eða stormi með öflugum vindhviðum og mikilli ölduhæð um sunnanvert landið í dag. Vöktun vegna mögulegra sjávarflóða hefur verið aukin í Suðurnesjabæ.
Farice telur að botnfestingar eldiskvía geti ógnað sæstrengjum og leggst gegn áformum um að ráðherra geti veitt undanþágu og leyft festingarnar innan helgunarsvæðis strengja.
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum á vegum ríkisin verði rannsökuð.
Fráfarandi forsætisráðherra Frakklands er hóflega bjartsýnn á að það takist að leysa stjórnarkreppu og semja um afgreiðslu fjárlaga í dag. Stjórnarandstæðingar segja að samkomulag liggi ekki fyrir.
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir dæmi um að fólk kjósi frekar að dvelja í fangelsi á Hólmsheiði en réttargeðdeild þar sem aðbúnaður sé betri þar. Úrræðaleysi kerfisins í málefnum geðsjúkra fanga sé ekki nýtt.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Umhverfisfyrirtækið Terra ætlar að lækka laun rúmlega 30 sorphirðumanna um 20 prósent.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, ætlar að berjast gegn þessari launalækkun.
Fyrirtækið Terra safnar úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum og leigir út ruslagáma og rekur flokkunarstöðvar fyrir úrgang.
Terra var með 9,6 milljarða tekjur í fyrra og hagnaðist um ríflega 500 milljónir. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða og eru sveitarfélög einn helsti viðskiptavinur Terra umhverfisþjónustu.
Forstjóri Terra, Valgeir Baldursson, segir að launalækkanirnar eigi sér stað rökréttar skýringar.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Þegar mamma mín dó er nýútkomin bók rithöfundarins og doktorsnemans Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Í bókinni lýsir hún þeirri reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Við heyrum viðtal við Sigrúnu Ölbu og fáum að vita meira um missinn og skrifin um hann.
Við rifjum upp eldra viðtal úr safni Samfélagsins, þar sem fjallað var um vinnustofu leikhópsins Kriðpleir undir yfirskriftinni Efsta hillan, þar sem þátttakendur voru beðnir um að mæta með krukkur eða sósutúpur sem höfðu dagað upp í ísskápnum.
Þá kemur að vísindaspjalli Samfélagsins. Edda Olgudóttir ætlar að fræða okkur um rannsókn á byggingu á prótíni sem heitir Herv-K, í vísindaspjalli vikunnar. Hún kemur til okkar í lok þáttar.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist:
Moon River - Frank Sinatra
Andalúsía - JÓNFRÍ
Í þættinum er leikin tónlist af plötum og segulböndum m.a. með Mars bræðrum, Hauki Morthens, Smárakvartettinum á Akureyri og Skagfirsku söngveitinni. Ennfremur réttarsöngvar skagfirskra bænda og húsgangurinn Skólmeistarakvæði.
Stefán Jónsson ræðir við Jón Sigurðsson, á Reynistað í Skagafirði, um Sögufélag Skagfirðinga, útgáfu Bændatals og Æviskrár Skagfirðinga, þingmennsku og fleira. Þetta er hljóðritun frá árinu 1962.
Stefán ræðir einnig við Valdimar Guðmundsson, bónda á Bólu, um Hjálmar Jónsson frá Bólu og sitthvað fleira auk þess sem Guðmundur sonur hans fer með vísu um Bólu-Hjálmar. Einnig syngur Hjörleifur Sigfússon (Marka-Leifi) húsganginn Skólameistarakvæði.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Þegar Vigdís Grímsdóttir varð sjötug var blásið til fögnuðar henni til heiðurs og að óvörum. Þar stigu fram margar góðar skáldkonur og héldu ræður og sungu, og í framhaldinu var bæði haldið málþing og myndlistarsýning. Nú tveimur árum síðar er enn verið að fagna, og full ástæða til. Hausthefti Tímarits Máls og menningar er helgað Vigdísi spjaldanna á milli og í kvöld verður útgáfuboð Vigdísarheftisins haldið í Gunnarshúsi. Víðsjá dagsins er forsmekkur að því teiti, líka tileinkaður þessari grallaralegu galdrakonu og góða rithöfundi, Vigdísi Grímsdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við kryfjum myndina One Battle After Another með Birni Þór VIlhjálmssyni. Myndin er í leikstjórn Paul Thomas Anderson og er byggð á skáldsögu Thomas Pynchon, Vineland. Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í myndinni, leikur jónureykjandi pabba í náttslopp, sem er örvæntingafullur að leita að dóttur sinni, Willu.
Brynja Hjálmsdóttir horfði á And Just Like That... sjálfstætt framhald af Sex And The City, en hve mikið tekst þessum nýju þáttum að halda í kjarna upprunalegu þáttanna, sem mótuðu nánast heila kynslóð kvenna.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýjasta ráðherra Albaníu, sem er gervigreindarforrit. Hvað er gervigreind eiginlega, hvernig virkar hún og hvernig getur hún verið ráðherra? Hafsteinn Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, svarar þeim spurningum.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Hljóðritun frá tónleikum Norsku kammersveitarinnar á Proms, sumartónlistarhátíð Breska útvarpsins, sem fram fóru í Royal Albert Hall í London, 31. ágúst sl.
Finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto leikur með og stjórnar Norsku kammersveitinni í verkum eftir Michael Tippett, Philip Glass, Johann Sebastian Bach, Caroline Shaw, Arvo Pärt og Dmitríj Shostakovitsj. Sérstakur gestur er joik-söngkonan Katarina Barruk sem flytur eigin lög sem byggð eru á þjóðlegri hefð Sama.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Þegar mamma mín dó er nýútkomin bók rithöfundarins og doktorsnemans Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Í bókinni lýsir hún þeirri reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Við heyrum viðtal við Sigrúnu Ölbu og fáum að vita meira um missinn og skrifin um hann.
Við rifjum upp eldra viðtal úr safni Samfélagsins, þar sem fjallað var um vinnustofu leikhópsins Kriðpleir undir yfirskriftinni Efsta hillan, þar sem þátttakendur voru beðnir um að mæta með krukkur eða sósutúpur sem höfðu dagað upp í ísskápnum.
Þá kemur að vísindaspjalli Samfélagsins. Edda Olgudóttir ætlar að fræða okkur um rannsókn á byggingu á prótíni sem heitir Herv-K, í vísindaspjalli vikunnar. Hún kemur til okkar í lok þáttar.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist:
Moon River - Frank Sinatra
Andalúsía - JÓNFRÍ

Næsta Íslendingasaga sem lesin verður á kvöldsögutíma á Rás 1 er Gísla saga Súrssonar. Silja Aðalsteinsdóttir les, hljóðritun frá 1974.- Gísla saga er ein af hinum vinsælustu Íslendingasögum.Tilfinningar sögufólksins birtast þar miklu berlegar en í flestum öðrum sögum. Þetta er saga um heitar ástir, sterka tryggð og mikla ógæfu sem þjóðin hefur lifað sig inn í, enda er það sorglegast hversu fer um samskipti náinna skyldmenna og venslafólks. Hæst ber útlagann Gísla Súrsson og hina kjarkmiklu og traustu eiginkonu hans, Auði Vésteinsdóttur. Gísla saga hefur á undanförnum áratugum verið lesin öðrum fornsögum meira í framhaldsskólum á Íslandi og Ágúst Guðmundsson gerði eftir henni kvikmyndina Útlagann. Hvort tveggja sýnir hve háan sess hún skipar.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Annað kvöld verður sýnd heimildarmynd á RÚV eftir Bjarney Lúðvíksdóttur um heilatengda sjónskerðingu eða CVI, myndin heitir á íslensku Fyrir allra augum og er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu en það dugar ekki til að útskrifast. Í leit að svörum uppgötvar hún, 26 ára, að hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Dagbjört kom í þáttinn í dag ásamt Elínu Sigurðardóttur, vinkonu sinni, sem fylgir Dagbjörtu í myndinni.
Við töluðum svo við Sæunni Öldudóttur, hún ber þann flotta titil að vera súrdeigsráðgjafi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á súrdeiginu. Hún stefnir á að opna lítið bakarí, en hún hefur selt brauð lengi og búið til deig fyrir verslanir. Sæunn fræddi okkur um grunnatriðin í súrdeigi og ýmsu súrdeigstengdu hér á eftir.
Þær Guðfinna Eydal sálfræðingur og Anna Ingólfsdóttir, rithöfundur og jógakennari, gáfu út bókina MAKAMISSIR fyrir nokkrum árum sem fékk góðar viðtökur og sýndi að þörf er fyrir stuðning við fólk sem hefur misst maka. Nú bjóða þær stöllur uppá rafrænt námskeið þar sem þær fara dýpra og ítarlegar í málefnið en námskeiðið veitir fræðslu, samkennd og stuðning sem hjálpar til við úrvinnslu sorgar og að ná sálrænni endurheimt. Anna kom í þáttinn í dag og sagði frá.
Tónlist í þættinum í dag:
Og co / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Ítalskur calypso / Erla Þorsteinsdóttir (L. Monte & W. Merrell)
Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)
Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við kryfjum myndina One Battle After Another með Birni Þór VIlhjálmssyni. Myndin er í leikstjórn Paul Thomas Anderson og er byggð á skáldsögu Thomas Pynchon, Vineland. Leonardo DiCaprio fer með aðalhlutverkið í myndinni, leikur jónureykjandi pabba í náttslopp, sem er örvæntingafullur að leita að dóttur sinni, Willu.
Brynja Hjálmsdóttir horfði á And Just Like That... sjálfstætt framhald af Sex And The City, en hve mikið tekst þessum nýju þáttum að halda í kjarna upprunalegu þáttanna, sem mótuðu nánast heila kynslóð kvenna.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við höldum áfram að skoða hvernig við komumst sem best af í haustinu. Jakub Stachowiak skáld, rithöfundur og bókavörður verður á línunni.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir veður dagsins allrar athygli vert. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir daginn. Hann lítur við hjá okkur.
Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var fjallað um geðsjúka fanga sem eru hafðir í einangrun í íslenskum fangelsum vikum og jafnvel mánuðum saman. Við ræðum þessi mál áfram við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar.
Í gær var sagt frá því að rússneska lögreglan rannsaki andlát fyrrum útgefanda Pravda. Hann lést eftir fall út um glugga á heimili sínu í 21 metra hæð. Andlát útgefandans er það síðasta í röð andláta málsmetandi fólks sem ber að með óútskýrðum hætti. Við ræðum málið við Rósu Magnúsdóttur sagnfræðing.
Arnar Pétursson, hlaupari og þjálfari, ræðir við okkur um fréttir þess efnis að Strava stefni nú Garmin, þessi íþrótta- og tæknifyrirtæki og hlaupin almennt.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
This Is Icelandic Indie Music, Grace Jones, plata vikunnar, lærasláttur, Hr. Reykjavík, Hin útgáfan í boði Lali Puna, a cappella, svanurinn Mr. Terminator, og blessaður kallinn Beethoven!
Lagalisti þáttarins:
ENSÍMI - Aldanna ró.
VALDIMAR - Ryðgaður dans.
Turnstile - SEEIN' STARS.
SIGRÚN STELLA - Baby Blue.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
Ívar Klausen - All Will Come To Pass.
FOO FIGHTERS - Big Me.
Lumineers, The - Asshole.
Grace, Kenya - Strangers.
Grace Jones - Pull up to the bumper.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Urður Hákonardóttir, Benni Hemm Hemm - Valentínus.
BUDDY HOLLY - Every Day.
IAN BROWN - Keep What Ya Got.
STUÐMENN - Hr. Reykjavík.
THE WHITE STRIPES - My doorbell.
sombr - Undressed.
Lali Puna - The bucket.
Carpenter, Sabrina - Tears.
Jungle - Back On 74.
THE HOUSEMARTINS - Caravan of Love (80).
FLYING PICKETS - Only You (80).
Ásgeir Trausti Einarsson - Ferris Wheel.
PAUL McCARTNEY & WINGS - Another Day.
THOM YORKE - Black Swan.
RAH BAND - Clouds across the moon.
Supersport! - Gráta smá.
U2 - Where The Streets Have No Name.
Berry, Chuck - Roll Over Beethoven.
Helga Bryndís Magnúsdóttir - 06 Für Elise.
Murphy, Walter - A fifth of Beethoven.
Florence and the machine - Everybody Scream.
DEPECHE MODE - Never Let Me Down Again (80).
WARMLAND - Unison Love.
Bang Gang - Sleep.
BILLIE EILISH - Lunch.
Nick Cave - Into My Arms.
Ravyn Lenae - Love Me Not.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Retro Stefson - Fram á nótt.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
Royel Otis - Moody.
Glenn Frey - You Belong to the City.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stýrivextir verða óbreyttir, sjö og hálft 7,5 prósent. Seðlabankastjóri segir að verðbólga sé of mikil þótt hagkerfið hafi kólnað. Bíða verði eftir meira jafnvægi á fasteignamarkaði og vinnumarkaði.
Utanríkisráðherra segir ráðuneytið í samskiptum við milligöngumenn vegna Íslendings sem ísraelski herinn handtók í nótt. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að Ísrael fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi.
Viðræður Ísraela og Hamas um mögulegt vopnahlé á Gaza halda áfram í dag.
Veðurstofan varar við vestan hvassviðri eða stormi með öflugum vindhviðum og mikilli ölduhæð um sunnanvert landið í dag. Vöktun vegna mögulegra sjávarflóða hefur verið aukin í Suðurnesjabæ.
Farice telur að botnfestingar eldiskvía geti ógnað sæstrengjum og leggst gegn áformum um að ráðherra geti veitt undanþágu og leyft festingarnar innan helgunarsvæðis strengja.
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að afdrif barna sem vistuð hafa verið í meðferðarúrræðum á vegum ríkisin verði rannsökuð.
Fráfarandi forsætisráðherra Frakklands er hóflega bjartsýnn á að það takist að leysa stjórnarkreppu og semja um afgreiðslu fjárlaga í dag. Stjórnarandstæðingar segja að samkomulag liggi ekki fyrir.
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir dæmi um að fólk kjósi frekar að dvelja í fangelsi á Hólmsheiði en réttargeðdeild þar sem aðbúnaður sé betri þar. Úrræðaleysi kerfisins í málefnum geðsjúkra fanga sé ekki nýtt.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ólafur Páll Gunnarsson spilar tónlist að sínum hætti - hitt og þetta og þetta og allt í bland.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn


Umsjón: Andrea Jónsdóttir.