12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 21. júlí 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Efnahagsþvinganir Evrópusambandsins gegn Rússum ná yfir íslenskt fyrirtæki. Rússnesk útgerð keypti meirihluta í fyrirtækinu skömmu fyrir innrásina í Úkraínu. Skip hennar eru talin hluti af skuggaflota Rússa.

Mikil gasmengun er á höfuðborgarsvæðinu, sú mesta sem mælst hefur frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaga. Vinnuskólar í Hafnarfirði og Reykjavík eru lokaðir.

Framleiðsla kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í gær. Forstjóri fyrirtækisins vonar að starfsemi hefjist á ný í byrjun næsta árs.

Ísraelsher hefur hafið landhernað í borginni Deir al-Balah á Gaza, í fyrsta sinn frá því að stríðið hófst. Yfirvöld á Gaza segja að nítján hafi dáið úr hungri síðasta sólarhring.

Hætta skapaðist þegar maður stal bíl á lokuðu svæði Keflavíkurflugvallar í gær og ók yfir flugbraut þar sem verið var að undirbúa flugtak.

Utanríkisráðherra mætir á fund utanríkismálanefndar Alþingis í dag til að upplýsa þingmenn um fyrirhugaðar viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál.

Og bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler er að spila sig inn á lista yfir bestu kylfinga sögunnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,