Morgunvaktin

Pólitísk ákvörðun að vista sjúklinga í bílageymslu

Eftir sjúklingar á bráðamóttöku Landspítala voru settir í bílageymslu spítalans sendi Félag bráðalækna frá sér bréf þar sem kerfið í heild var sagt komið fótum fram. Unnur Ósk Stefánsdóttir bráðalæknir kom til okkar og lýsti ástandinu í heilbrigðiskerfinu.

Þórhildur Ólafsdóttir er komin aftur til síns heima í Kampala í Úganda, eftir hafa farið í langa og erfiða fjallgöngu á dögunum. Þórhildur sagði okkur ferðasöguna upp í rúmlega 5000 metra hæð.

Svo fengum við til okkar unga konu, Iðu Ósk. Hún er nítján ára og í dag kemur út hennar fyrsta ljóðabók. Kerti og spil, heitir hún. Iða Ósk gerir allt, hún yrkir, myndskreytir og setur upp.

Tónlist:

Ásgeir Trausti og Árný Margrét - Part of me.

Ray Charles - The Christmas spirit.

Frumflutt

17. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,