Morgunvaktin

Efnahagsmál, Þýskaland og Byggðastofnun

Staða efnahagsmála var til umfjöllunar þegar Róbert Farestveit, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, kom á Morgunvaktina. Við ræddum verðbólguna, matvælaverð, húsnæðismál, tollamál og vaxtaákvörðun framundan.

Arthur Björgvin Bollason sagði frá þýskum stjórnmálum og frá merkilegri konu sem lést í síðustu viku. Margot Friedländer slapp úr fangabúðum nasista og varði síðustu árum ævinnar í uppfræða ungt fólk um ógnarstjórn þeirra.

Í síðasta hluta þáttarins var spjallað við Halldór Gunnar Ólafsson, oddvita á Skagaströnd og nýjan stjórnarformann Byggðastofnunar. Hann var á strandveiðum og ræddi um byggðamál við okkur.

Tónlist:

Olsen Brothers - Smuk som et stjerneskud.

Adèle Viret Quartet - Made in.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Þórður sjóari.

Ragnar Bjarnason, Hljómsveit Svavars Gests - Vertu sæl mey.

Frumflutt

13. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,