Morgunvaktin

Vopnahlé, fjölþáttaógnir, Eidelstein og gull

Bogi Ágústsson ræddi vopnahléssamkomulagið milli Ísrael og Hamas, en einnig um fjölþáttaógnir - út er komin bók um þessa nýju gerð hernaðar; Bjarni Bragi Kjartansson alþjóðastjórnmálafræðingur er einn höfunda, hann var gestur Heimsgluggans.

Wolfgang Edelstein hafði á sínum tíma mikil áhrif á íslensk skólamál. Hann var ráðgjafi stjórnvalda í menntamálum. Berlind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hefur kynnt sér vel hugmyndafræði og framlag Wolfgangs; hún sagði okkur frá.

Við lásum í Wall Street Journal í gær verð á gulli hefur hækkað mjög. Hvernig ætli standi á því? Og hvað ætli til mikið gull á jörðinni?

Hvenær öðlaðist þessi málmtegund þá stöðu sem hún hefur í dag?

Halldór Björn Baldursson kann svör við þessum spurningum, og hann var síðasti gestur þáttarins.

Tónlist:

John Lennon - Oh Yoko.

John Lennon - Jealous guy.

Eiríkur Hauksson - Gull.

Frumflutt

9. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,