Morgunvaktin

7. október, Japan, Þýskaland og íðorð

Tvö ár eru í dag frá hryðjuverkum Hamas í Ísrael, og í kjölfarið fylgdi nær linnulaus hernaður Ísraels á Gaza. Jón Björgvinsson fréttamaður var á línunni frá Ísrael, og ræddi um friðarhorfur.

Sanae Takaichi verður væntanlega forsætisráðherra í Japan síðar í þessum mánuði. Það eru tímamót, kona hefur aldrei gengt því embætti áður. Kristín Ingvarsdóttir, dósent í japönskum fræðum við Háskóla Íslands, ræddi við okkur um japönsk stjórnmál.

Arthúr Björgvin Bollason sagði í Berlínarspjalli frá flygildum, lýðræðisvitund ungs fólks og sameiningarhátíð í Saarbrücken, en 35 ár eru liðin frá því þýsku ríkin sameinuðust.

Í síðasta hluta þáttarins var svo fjallað um íslenska íðorðasmíð, en lengi hefur verið lögð áhersla á íslenska erlend sérfræðiorð og hugtök. Ágústa Þorbergsdóttir, ritstjóri Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Haraldur Bernharðsson, prófessor og formaður Málnefndar Háskóla Íslands, sögðu frá.

Tónlist:

Kristjana Stefánsdóttir - Hvar er tunglið?.

Marína Ósk Þórólfsdóttir, Scott Ashley McLemore, Sunna Gunnlaugsdóttir, Nicolas Louis Christian Moreaux - Kvæði ungs manns um sumar.

Frumflutt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,