Morgunvaktin

Kópavogur 70 ára, stríðsloka minnst og Hans og Gréta

Því er fagnað sjötíu ár eru síðan Kópavogur fékk kaupstaðaréttindi. Það gerðist með lögum samþykktum á Alþingi 2. maí 1955. Þá hafði Kópavogur verið sjálfstæður hreppur í sjö ár en tilheyrði áður Seltjarnarnesi. Við héldum litla afmælisveislu; einum gesti var boðið: Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra.

Stríðslokanna í Evrópu fyrir áttatíu árum er minnst þessa dagana. Minningarathafnir voru víða um álfuna í gær og í sumum löndum fyrr í vikunni. Slík athöfn verður svo í Moskvu í dag.

Á sama tíma og hún fer fram munu utanríkisráðherrar og aðrir fulltrúar Evrópuríkja koma saman í Lviv í Úkraínu og sýna þannig Úkraínumönnum táknrænan stuðning. Friðrik Jónsson, sendiherra í Varsjá, verður fulltrúi Íslands. Við ræddum við hann.

Svo var það sígilda tónlistin. Í dag fjallaði Magnús Lyngdal um óperu Humperdinck-systkinana sem færðu ævintýri Grimm-bræðra um Hans og Grétu á svið óperuhúsa undir lok nítjándu aldar.

Tónlist:

Engelbert Humperdinck - The last waltz.

Engelbert Humperdinck - As time goes by.

Jónas Ingimundarson, Kristinn Sigmundsson - Hamraborgin.

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,