Morgunvaktin

Saga úr seinni heimstyrjöld, Úganda og páfakjör í gegnum aldirnar

Þessa dagana er stríðslokum í Evrópu fyrir 80 árum fagnað víða um álfuna. Bandamenn höfðu sigrað nasista. Af þessu tilefni var rifjuð upp saga úr stríðinu. Gunnar Alexander Ólafsson sagði frá því þegar afi hans, Ólafur Bjarnason í Brautarholti, leyfði þýskir hermenn yrðu grafnir þar. Ekki þótti viðeigandi jarðsetja þá í Fossvogskirkjugarði, þar sem bandarískir hermenn hvíldu.

Þórhildur Ólafsdóttir í Úganda sagði frá tveimur stórum málum þar í landi. Nýverið féll dómur í Bretlandi yfir konu sem hneppt hafði stúlku frá Úganda í þrældóm. Hún fékk hana til Bretlands á fölskum forsendum og þvingaði hana til þrífa heimili sitt og passa börn. Hitt málið varðar banaslys í umferðinni sem hefur vakið mikla reiði og viðbrögð.

Í síðasta hluta þáttarins héldum við áfram umfjöllun um páfakjörið sem hefst í dag. Jurgen Jamin, prestur kaþólskra á Norðurlandi, fór yfir málið með okkur í gærmorgun en í dag rifjaði Vera Illugadóttir upp ýmislegt sem komið hefur upp á við páfakjör í aldanna rás; stríð og farsóttir hafa haft sín áhrif; óeirðir og slagsmál og meira segja mútur og hrekkir.

Tónlist:

Hljómsveit Carls Billich, Sigurður Ólafsson - Upp til himna.

Frankie Laine - Don't fence me in.

Amina Claudine Myers, Wadada Leo Smith - Central Park at sunset.

Frumflutt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,