Morgunvaktin

Iceland Express, biskupinn í Úkraínu og Kvennaráðstefnan í Kína

Í framhaldi af þroti Play í síðustu viku var saga Iceland Express rifjuð upp. Hugmynd félaginu vaknaði í kringum árið 2000 en fyrsta flugið var farið í febrúar 2003. Ólafur Hauksson sem var meðal eigenda sagði sögu félagsins í stuttu máli. Það mætti óbilgirni og hindrunum í kerfinu og meðal keppinautarins.

Björn Malmquist sagði frá óvæntri afsögn forsætisráðherra Frakklands í morgun. Hann var 27 daga í embætti. Svo var leikið viðtal Björns við Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup um nýafstaðna heimsókn norrænna biskupa til Úkraínu.

30 ár eru frá Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína. Kristín Ástgeirsdóttir var meðal ráðstefnugesta, hún rifjaði upp dagana í Kína og tilurð yfirlýsingar ráðstefnunnar.

Tónlist:

When sunny gets blue - Kristjana Stefánsdóttir,

Knowing me, knowing you - Kristjana Stefánsdóttir,

Þrek og tár - Kristjana Stefánsdóttir og Bubbi Morthens.

Frumflutt

6. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,