Morgunvaktin

Dregið úr vottorðaskrifum lækna, friðarhorfur í Evrópu og Jólakötturinn

Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir og fyrrverandi formaður Félags heimilislækna var fyrsti gestur þáttarins. Rætt var um þau skref sem heilbrigðisyfirvöld hafa stigið til draga úr vottorða- og tilvísanaskrifum lækna en mörg ársverk fara í slíkt. Einnig var rætt um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar allir landsmenn fái fastan heimilislækni, Margrét er ekki bjartsýn á það takist miðað við stöðuna eftir fyrsta starfsár stjórnarinnar.

Friðarsamkomulag Úkraínu og Rússlands og leiðir til útvíkka heimildir Evrópuríkja til senda hælisleitendur til síns heima voru ræddar í Evrópugluttanum. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir stöðuna. Rætt var við Erling Erlingsson greinanda á sviði öryggis- og varnarmála og Róbert Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kvæði Jóhannesar úr Kötlum, Jólakötturinn, er komið út í nýrri bók með teikningum Þórarins Leifssonar. Einar Svansson, sonarsonur skáldsins ræddi um nýju útgáfuna, áhuga kvikmyndagerðarmanna í Hollywood á Jólakettinum og sitthvað fleira.

Tónlist:

Somethin' stupid - Frank og Nancy Sinatra,

That's life - Frank Sinatra,

Better Than Snow - Laufey og Norah Jones,

Jólakötturinn - Ragnheiður Gröndal.

Frumflutt

15. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,