Skóli í Grindavík næsta haust, bensínstöðvarlóðasamningar og Hringborð norðurslóða
Stefnt er á skólahald á í Grindavík næsta haust. Ný fyrirtæki eru að opna og þótt bærinn verði aldrei samur segir forseti bæjarstjórnar að mikill hugur sé í heimamönnum.
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gagnrýnir að ekki skuli hafa farið fram mat á verðmætum sem fólust í samningum borgarinnar um bensínstöðvalóðir.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stofnandi Hringborðs norðurslóða segir það orðinn einn helsta vettvang umræðna, ekki aðeins um norðurslóðir, heldur á heimsvísu.
Kröfur kvenna og kvára, sem ítreka á með verkfalli 24. október, voru lagðar á styttu Ingibjargar H. Bjarnason við Alþingishúsið í dag.
Laugarnesskóli er 90 ára í ár og blásið er til hátíðarhalda í skólanum.