Kvöldfréttir útvarps

Rútuslys á Snæfellsnesi og riða í Skagafirði

Rúta með á fimmta tug farþega valt og hafnaði á hvolfi í Seljafirði á Snæfellsnesi síðdegis. Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð.

Riða er staðfest í sauðfé á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði. Um helmingur fjárins hefur verndandi eða mögulega verndandi arfgerð og verður ekki allur skorinn.

Karlmaður var handtekinn á sunnudagsmorgun eftir hafa verið í leyfisleysi í Alþingishúsinu alla nóttina.

Gert er ráð fyrir friðarviðræður Hamas og Ísraela sem hófust í Egyptalandi í dag standi fram eftir vikunni.

Frakkland er í djúpri stjórnarkreppu segir sérfræðingur í málefnum Frakklands. Afsögn forsætisráðherra landsins í morgun er þriðja frá því kosið var þar í fyrrasumar.

Frumflutt

6. okt. 2025

Aðgengilegt til

6. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,