Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 13. desember 2025

Píratar vilja taka þátt í sameiginlegu framboði til borgarstjórnar í vor.

Yfir hundrað pólitískum föngum var sleppt úr fangelsi í Belarús í dag. Meðal þeirra er friðarverðlaunahafi Nóbels, sem hét áframhaldandi baráttu gegn stjórnvöldum.

Grímuskylda hefur verið tekin upp á þremur deildum Sjúkrahússins á Akureyri vegna fjölda inflúensutilfella.

Fljótagöng verða mikilvæg varaleið fyrir umferð um Norðurland og því mikið öryggismál, segir slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar

Boðið var upp á barrasúpu á jólamarkaði á Egilsstöðum í dag. Henni var lýst eins og búið væri sópa öllu af jólaborðinu ofan í hangikjötssoð - með góðri slettu af rjóma.

Frumflutt

13. des. 2025

Aðgengilegt til

13. des. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,