Kvöldfréttir útvarps

Stöðvun skipalestar og handtökur, stýrivextir, varnargarðar, meðferðarúrræði ungmenna og gervigreindarklúður

Færa rök fyrir hafnbann Ísraela ólöglegt en óljóst er hvort það nái yfir hafsvæðið þar sem Ísraelsher stöðvaði skip, sem voru á leið til Gaza, og handtók fólk. Þetta segir doktor í hafrétti.

Seðlabankinn gæti þurft breyta um kúrs og lækka stýrivexti jafnvel þótt verðbólga hjaðni ekki, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Efnahagshorfur hafi versnað síðustu mánuði.

Dómsmálaráðherra hefur samþykkt tillögur um hærri varnargarða norðan Grindavíkur.

Móðir unglingsdrengs sem glímir við fíknivanda segir meðferðarúrræði fyrir ungmenni hér á landi skrípaleik. Hún hyggst fara með drenginn til Suður-Afríku í næstu viku í langtímameðferð.

Deloitte í Ástralíu þarf endurgreiða ríkisstjórninni þar í landi háar fjárhæðir. Skýrsla sem fyrirtækið vann var full af villum sem gervigreind bar ábyrgð á.

Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

8. okt. 2025

Aðgengilegt til

8. okt. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,