Kvöldfréttir útvarps

Börn flóttafólks, húsnæðismál, gasmengun, Gaza og Mein Kampf

Velferðarráð Reykjavíkurborgar lýsir áhyggjum af börnum flóttamanna eftir Vinnumálastofnun tekur við umsjón þjónustu til þeirra af sveitarfélögum. Ráðið segir ámælisvert framtíðarsýn skorti fyrir þennan viðkvæma hóp.

Sérfræðingur á sviði húsnæðismála segir ekki koma á óvart áttatíu prósent einstaklinga myndu ekki standast greiðslumat fyrir nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu með lágmarks eigið fé. Hann segir líkurnar á fólk geti keypt sér fyrstu eign þær sömu og rétt eftir hrun.

Loftmengun mælist víða um land vegna eldgossins við Sundhnúksgíga. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna.

Hamas-samtökin saka stjórnvöld í Ísrael um koma í veg fyrir samkomulag um tímabundið vopnahlé og frelsun gísla á Gaza náist. Samningamenn beggja hafa átt í óbeinum viðræðum í Katar frá 6. júlí.

Arfleifð Adolfs Hitlers og hugmyndafræði hans endurómar í nútímasamfélagi mati sagnfræðinga. 100 ár eru í dag frá því Mein Kampf, stefnuyfirlýsing Hitlers, kom út.

Frumflutt

18. júlí 2025

Aðgengilegt til

18. júlí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,