Finna þarf lendingarstað fyrir sjúkraþyrlur nálægt nýjum Landspítala sem fyrst, segir heilbrigðisráðherra. Borgin hefur verið beðin um lóð fyrir þyrlupall við Umferðarmiðstöðina.
Guðrún Hafsteinsdóttir segist hafa lagt mikið á sig sem formaður til að vera sameinandi afl Sjálfstæðismanna. Hún finnur þó fyrir ósætti innan flokksins hjá þeim sem hefðu viljað annan formann.
Þótt virkjun í Vatnsfirði þýddi að aflétta eða breyta þyrfti friðlýsingu, telur bæjarráð Ísafjarðarbæjar áfram tilefni til að skoða þar virkjunarkosti. Brýn þörf sé á uppbyggingu.
Tveir fulltrúar minnihlutans á Akureyri vænta þess að sumarfrístundir verði í boði á vegum bæjarins næsta sumar. Foreldrar hafa kvartað yfir skorti á framboði í rúmt ár.
Sjötíu prósenta líkur eru á að meðalhækkun hitastigs næstu fimm ára fari yfir einnar og hálfrar gráðu mörkin, sem sett voru með Parísarsáttmálanum. Þetta segir í nýrri skýrslu.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar komi að ákvörðunum um aukinn varnarviðbúnað á norðurslóðum. Hún fundaði með Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í Brussel í dag.