Segir lögreglu verða útskýra gæsluvarðhaldsleysi í hópnauðgunarmáli
Lögregla verður að skýra hvers vegna ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir, segir dómsmálaráðherra. Skiljanlegt sé að fólk hafi áhyggjur af að mennirnir gangi lausir.
Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna ætlar ekki að senda fleiri matvælasendingar á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar segja Ísrael bera skyldu til að hleypa hjálpargögnum til íbúa.
Úkraínuforseti segir ekki koma til greina að gefa Krímskaga eftir til Rússlands. Hann hafnar þar með orðum Bandaríkjaforseta sem sagði að skaginn yrði áfram rússneskur.
Býflugnabóndi með landvistarleyfi í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa tekið virkan þátt í þjóðarmorðinu í Rúanda á tíunda áratugnum. Hann var handtekinn í New York í gær.