Stjórnvöld í nokkrum ríkjum, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, afgreiða ekki hælisumsóknir frá Sýrlendingum fyrr en ástandið þar skýrist. Útlendingastofnun hefur ekki ákveðið hvað gert verður hér.
Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni fimmtánda september.
Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag. Formaður Flokks fólksins segir að flokkarnir þrír þurfi að mætast á miðri leið við myndun ríkisstjórnar og gefa eftir í einhverjum málum.
Rafmagn komst á í Vík síðdegis en sló út aftur út laust fyrir fréttir. Keyrt verður á varaafli þar til búið er að gera við streng í Skógá.
Gosi er lokið við Sundhnúksgíga og almannavarnastig hefur verið lækkað af hættustigi í óvissustig.
Það ræðst í kvöld hvort þýska fyrirtækið Heidelberg fær að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn og vinna efni af sjávarbotni úti fyrir Landeyjum. Íbúakosningu lauk í dag.