Morgunglugginn

Morðmál í Noregi og netöryggismál á heimsvísu

Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður í Noregi, var á línunni með tíðindi þaðan. Hann sagði meðal annars frá málalyktum í svokölluðu Baneheia-máli, morði á tveimur ungum stúlkum árið 2000.

Í síðari hluta þáttarins var Ýmir Vigfússon, tæknistjóri Keystrike, gestur þáttarins. Bandarísk stjórnvöld gáfu á dögunum út viðvörun vegna aukinnar hættu á netárásum Írana í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á skotmörk í Íran. Þessi aukna hætta er þó alls ekki bundin við Bandaríkin eða Ísrael, heldur beinist hún gegn mun fleiri vestrænum ríkjum.

Tónlist:

Gott er gefa - Rúnar Júlíusson

Drög heimkomu - Orri Harðarson

Frumflutt

1. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fréttaþáttur á samtengdum rásum þar sem teknar eru fyrir helstu fréttir dagsins.

Umsjón: Helgi Seljan og Vera Illugadóttir.

Þættir

,