Spegillinn

Lögmæti hafnbanns og handtaka á Miðjarðarhafi, bútasaumur og biluð tæki á Landspítala og gullverð í hæstu hæðum

Ísraelar hafa hindrað för skipa sem sigla með vistir til Gaza - handtekið fólk um borð og sent svo úr landi. Í morgun fóru ísraelskir hermenn um borð í skipið Conscience sem er hluti af friðarflotanum og handtóku meðal annarra tónlistarkonuna Möggu Stínu. Eru þær handtökur löglegar? Snjólaug Árnadóttir dósent við HR og sérfræðingur í Hafrétti svarar því.

Bútasaumur er orð sem Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans finnst lýsandi um rekstur spítalans á meðan beðið er eftir nýjum. Hann hefur áhyggjur af því tæki spítalans séu verða úrelt, fjármagn vanti til fara í nauðsynlegt viðhald og Ísland smám saman dragast aftur úr nágrannalöndunum. Freyr Gígja Gunnarsson ræðir við hann.

Verð á gulli hefur hækkað hratt og mikið undanfarna mánuði og fór í dag í 4.031 Bandaríkjadal á únsuna, sem er hin staðlaða eining í gullviðskiptum. Þetta er í fyrsta skipti sem verð á gulli fer upp fyrir 4.000 dollara á únsuna, en það hefur hækkað um 50 prósent á hálfu ári. Ævar Örn Jósepsson fjallar um þetta og ræðir við Eld Ólafsson, framkvæmdastjóra gullnámufyrirtækisins Amaroq.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Frumflutt

8. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir

,