Morgunútvarpið

7. október - Vatnsból, samfélagsmiðlar og notuð húsgögn

Á Vísi í gær var sagt frá því á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, spjallar við okkur um málið.

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor svarar spurningunni -Hvernig geta smáríki haft áhrif á alþjóðavettvangi þar sem stóru ríkin virðast ráða öllu? (Jafnt á Vísindavefnum og hjá okkur) Við ræðum líka við hann um stöðu Íslands í heimsmálunum í dag.

Í nýrri úttekt Financial Times sem birt var um helgina kemur fram notkun samfélagsmiðla minnki nokkuð, og ungt fólk leiði þá þróun. Við ræðum við Tryggva Frey Elínarson, samfélagsmiðlasérfræðing og stjórnanda.

Það vakti töluverða athygli um helgina þegar prestur á landsbyggðinni þurfti sverja af sér rætnar kjaftasögur um sig sem höfðu gengið um bæjarfélagið. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, félagsfræðingur, hefur rannsakað sérstaklega samfélagsleg áhrif slúðurs, og hún verður á línunni hjá okkur þegar við ræðum þessi mál almennt.

Innanstokksmunir úr höfuðstöðvum Play hafa verið auglýstir til sölu á vef Efnisveitunnar, fyrirtækis sem sérhæfir sig í selja notuð húsgögn og fleira. Við ætlum ræða við Huga Hreiðarsson, annan eiganda veitunnar, og forvitnast um hvernig gangi selja ýmis húsgögn og innanstokksmuni sem áður tengdust áberandi fyrirtækjum, hvort sem það er hornsófi í litum Play, stórir lýsandi stafir Fréttablaðsins sem stóðu í gluggum miðilsins eða gamli hótelbarinn á Hótel Sögu.

Hvert er samband Íslendinga við hið yfirnáttúrulega? Þjóðfræðinemarnir Kristín Dögg Kristinsdóttir og Þórunn Valdís Þórsdóttir hafa verið skoða þjóðtrú á Íslandi og segja okkur betur frá.

Frumflutt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,