Morgunútvarpið

7. maí -Kapphlaup gervigreindarinnar, Sérsveitin, velsæld o.fl..

Hafsteinn Einarsson, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í gervigreind, ræðir við okkur í upphafi þáttar um þau tíðindi forsvarsfólk gervigreindarfyrirtækisins OpenAI hætt við reka fyrirtækið í hagnaðarskyni. Hvað þýðir það fyrir kapphlaupið á gervigreindamarkaði?

Sonja Steinarsdóttir, sem er ein af þeim sem eru í forsvari fyrir Sérsveitina, stuðningssveit íslenska handboltalandsliðsins, ræðir við okkur um landsleikinn í dag.

Birgir Þór Harðarson, vefstjóri RÚV segir okkur frá glænýjum veðurvef RÚV.

Hvernig skilgreinum við velgengni og árangur og hvers vegna? Þegar við hugsum um það sem mestu máli skiptir í lífinu, hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvers óskum við þeim sem okkur þykir vænst um? Þetta eru nokkrar af þeim fjölmörgu spurningum sem Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis veltir upp um leið og hún vekur athygli á Velsældarþingi sem hefst á morgun. Hún lítur við hjá okkur í spjall um málið.

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verða hjá okkur eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi.

Frumflutt

7. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,