Morgunútvarpið

16. maí -Cannes, hamingjuhlaupið og fréttir vikunnar

Við ræddum í gær við Karen Briem búningahönnuð um nýjar reglur í klæðaburði á Cannes. Saga Garðarsdóttir er á leið á hátíðina til vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar The Love That Remains, eða Ástin sem eftir er, eftir Hlyn Pálmason. Við sláum á þráðinn til hennar.

Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, ræðir við okkur um söluna á Íslandsbanka, umframeftirspurn og framhaldið.

Hamingjuhlaupið verður haldið í fyrsta sinn á laugardaginn. Hlaupið fer fram í Elliðaárdalnum og verður fullt af skemmtilegum uppákomum og fjöri. Bjarni Snæbjörnsson verður kynnir hlaupsins og hann lítur við hjá okkur ásamt Kolbrúnu Ósk Pétursdóttur verkefnastýru hlaupsins.

Valur mætir spænska liðinu Porrino í úrslitaleik Evrópubikars kvenna í handbolta á Hlíðarenda um helgina. Vignir Stefánsson, sem varð Evrópubikarmeistari með Val í fyrra, lýsir leiknum og mætir til okkar og hitar upp.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar með góðum gestum í lok þáttar, í þetta skiptið Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, og Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins.

Frumflutt

16. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,