Mannlegi þátturinn

Töfragleraugun í Hrafnistu, Jóðlageitin 2025 og saumað í Textílmiðstöð

Svavar Jónatansson vinnur við prufuverkefni hjá Hrafnistu þar sem hann hefur nýtt sér tækni sýndarveruleika til þess færa heimilisfólkinu á Hrafnistu í aðstæður sem þau ættu annars erfitt með komast í. Hann sem sagt fer með 360° myndavél á kóræfingu og svo getur heimilisfólk sett á sig sérstök sýndarveruleikagleraugu, eða töfragleraugu eins og hann kallar þau, og þá eru þau nánast komin á staðinn og geta jafnvel sungið með í kórnum. Möguleikarnir eru óendanlegir í því hvernig hægt er nýta þessa tækni og Svavar útskýrði betur fyrir okkur hvernig þetta gengur fyrir sig.

jóðla er ákveðin söngkúnst og ekki á allra færi en stendur til halda jóðlkeppni, nánar tiltekið í desember, Jóðlageitina 2025. Bragi Þór Valsson tónlistarmaður kom í þáttinn og sagði okkur frá jóðli og keppninni í dag.

Svo fræddumst við um Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi, en þar verður viðburður í dag sem kallast Saman við sitjum og saumum inni í stóru húsi. Þar munu fatahönnunarnemendur í Listaháskólanum bjóða til vinnustofu og sýna áhugaverð dæmi og aðstoða þáttakendur við breyta, bæta og jafnvel skapa nýja flíkur úr gömlum. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Textílmiðstöðvar sagði okkur betur frá þessu í þættinum í dag.

Tónlist í þættinum i dag:

Lítið og væmið / Valdimar (Valdimar Guðmundsson)

Hærra minn guð / Kór Lindarkirkju (Lowell Mason, texti Matthías Jochumsson)

Yodel-blús / Smaladrengirnir (Bragi Þór Valsson)

Reiðlag / Þuríður Sigurðardóttir (S. Bogus, texti Jónas Friðrik Guðnason)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,