Mannlegi þátturinn

Heimildarmynd um heilatengda sjónskerðingu, súrdeigsráðgjafi og rafrænt námskeið um makamissi

Annað kvöld verður sýnd heimildarmynd á RÚV eftir Bjarney Lúðvíksdóttur um heilatengda sjónskerðingu eða CVI, myndin heitir á íslensku Fyrir allra augum og er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, metnaðarfullan söngnema sem les ekki nótur heldur lærir þær með eyranu en það dugar ekki til útskrifast. Í leit svörum uppgötvar hún, 26 ára, hún hefur verið blind frá fæðingu með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI. Dagbjört kom í þáttinn í dag ásamt Elínu Sigurðardóttur, vinkonu sinni, sem fylgir Dagbjörtu í myndinni.

Við töluðum svo við Sæunni Öldudóttur, hún ber þann flotta titil vera súrdeigsráðgjafi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða þar sem hún hjálpar fólki tökum á súrdeiginu. Hún stefnir á opna lítið bakarí, en hún hefur selt brauð lengi og búið til deig fyrir verslanir. Sæunn fræddi okkur um grunnatriðin í súrdeigi og ýmsu súrdeigstengdu hér á eftir.

Þær Guðfinna Eydal sálfræðingur og Anna Ingólfsdóttir, rithöfundur og jógakennari, gáfu út bókina MAKAMISSIR fyrir nokkrum árum sem fékk góðar viðtökur og sýndi þörf er fyrir stuðning við fólk sem hefur misst maka. bjóða þær stöllur uppá rafrænt námskeið þar sem þær fara dýpra og ítarlegar í málefnið en námskeiðið veitir fræðslu, samkennd og stuðning sem hjálpar til við úrvinnslu sorgar og sálrænni endurheimt. Anna kom í þáttinn í dag og sagði frá.

Tónlist í þættinum í dag:

Og co / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Þór Sigmundsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Ítalskur calypso / Erla Þorsteinsdóttir (L. Monte & W. Merrell)

Dansað á dekki / Fjörefni (P. Nicholas, texti Ellert Borgar Þorvaldsson)

Við gengum tvö / Ingibjörg Smith (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

8. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,