Í meira en tuttugu ár hefur Klúbburinn Geysir markað spor sín í geðheilbrigðismálum Íslendinga með því að bjóða einstaklingum með geðrænar áskoranir hlutverk, ábyrgð og tækifæri til þess að hafa stöðugleika í lífi sínu. Klúbburinn starfar eftir gagnreyndri hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga klúbbsins til þátttöku í samfélaginu.Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri klúbbsins, og Sigurður Guðmundsson, sem nýtir sér starfsemi Geysis, komu í þáttinn í dag í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem er á morgun.
Þeir félagar í hljómsveitinni Roof Tops ætla að flytja lög Bítlana í Salnum í Kópavogi eftir viku og allir textarnir verða á íslensku en það er Þorsteinn Eggertsson sem hefur samið þá. Við ræddum í dag við þá Guðmund Hauk Jónsson og Ara Jónsson hljómsveitarmeðlimi Roof Tops.
Svo voru það Mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Samskiptin geta verið flókin og Valdimar var að segja okkur síðasta fimmtudag frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar. En hann náði ekki að klára þá umræðu þannig að hann hélt áfram með hlutverkin innan fjölskyldna í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
(Just like) Starting Over / John Lennon (John Lennon)
Söknuður / Roof Tops (S. Oldham, D. Penn, texti Stefán G. Stefánsson)
With You / Roof Tops (Jón Pétur Jónsson, texti Guðmundur Haukur Jónsson)
Hæ Mambó / Haukur Morthens (Merrill, texti Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR