Mannlegi þátturinn

Að gleyma sér, söngvar úr suðri og norðri og innra og ytra virði

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var hjá okkur í dag, en hann skrifar mikið af pistlum og hugleiðingum sem hann deilir meðal annars á akureyri.net. Þar hefur hann meðal annars skrifað um geðheilsu aldraðra, orkuveitu heilans, það vera öðruvísi og það gleyma sér. Við ræddum við Ólaf í dag um mikilvægi þess gleyma sér og nokkrar aðferðir til þess.

Við litum inná æfingu í Salnum í gær, þar hittum við óperusöngvarana Kristinn Sigmundsson Kolbein Ketilsson og píanóleikarann Matthildi Önnu Gísladóttur. Á morgun halda þau tónleika með söngvum úr suðri og norðri, en dagskránni verða íslensk og erlend sönglög úr ýmsum áttum.

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi var svo hjá okkur í dag það sem við köllum Mannleg samskipti. Hann hefur fjallað undanfarna fimmtudaga um áföll og afleiðingar þeirra, sem til dæmis hafa áhrif á samskipti. Svo talaði hann um meðvirkni, til dæmis í uppeldi og þau áhrif sem geta fylgt. Í dag talaði hann svo um innra og ytra virði okkar og hvernig getur verið misræmi þar á milli.

Tónlist í þættinum í dag:

Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson)

Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)

Fly me to the Moon / Frank Sinatra og hljómsveit Count Basie (Bart Howard)

Það er draumur vera með dáta / Soffía Karlsdóttir (Edward Brink, texti Bjarni Guðmundsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

25. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,