Mannlegi þátturinn

LED væðing garðyrkjubænda, syngur Cohen og Védís Eva lesandi vikunnar

Garðyrkjubændur geta fengið allt 15 milljóna króna styrk úr loftslags- og orkusjóði vegna fjárfestinga í orkusparandi tækni, LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur undirritað reglugerð um styrkina sem geta numið allt 40% af heildarkostnaði við fjárfestingu, en þó hámarki 15 milljónir. Axel Sæland er formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og hann kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá stöðunni.

Margir hafa horft á þáttaröðina um söngvaskáldið Leonard Cohen sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu og er enn aðgengileg í spilaranum á ruv.is. Þar er rifjað upp tímabil í lífi söngvarans þegar hann var við það slá í gegn og sambúð hans með hinni norsku Marianne. Söngvarinn og lagasmiðurinn Daníel Hjálmtýsson hefur sungið lög Leonard Cohen og vakið athygli fyrir góða túlkun. Daniel og hljómsveit hans voru til dæmis þau fyrstu til flytja síðustu plötu Leonard Cohen, You Want it Darker, í heild sinni í IÐNÓ árið 2019. ætlar Daníel syngja lög Leonard Cohen í Hvalsneskirkju, Akraneskirkju og í Djúpinu í Reykjavík í lok maímánaðar og hann kom í þáttinn og fræddi okkur um Cohen.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var Védís Eva Guðmundsdóttir, hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur erlendis og hér á landi, en í dag rekur hún frönsku sælkeraverslunina Hyalin á Skólavörðustíg, ásamt eiginmanni sínum og er sest aftur á skólabekk, í þetta sinn í ritlist við Háskóla Íslands. En hún var auðvitað komin í þáttinn til segja okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Védís Eva talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:

Orbital e. Samantha Harvey

Matrenescence e. Lucy Jones

Heyrnalaut lýðveldi e. Ilya Kaminski

Kafka á ströndinni, 1Q84 og fleiri bækur eftir Haruki Murakami

Himnaríki og helvíti og Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalmann

Tónlist í þættinum í dag:

Það er svo ótal margt / Ellý Vilhjálms (Smith & Lindsey, texti Jóhanna G. Erlingsson) All kinds of everything

Ég vil bara beat músík / Ríó tríó (Dixon & Mason, texti Ómar Ragnarsson)

So Long Marianne / Leonard Cohen (Leonard Cohen)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,