Kastljós

Alþjóðlegur dagur barna, ungur vélstjóranemi og sjónvarpsþáttaröðin Elma

Í dag er alþjóðadagur barna og þátturinn tekur mið af því. Tveir ungir fulltrúar úr ráðgjafahópi Umboðsmanns barna tylltu sér hér í myndverinu á dögunum og kröfðu forsætisráðherra og forseta Íslands svara við spurningum sem brenna á ungu fólki í dag.

Í þættinum hittum við líka öfluga átján ára stelpu sem vinnur á stórvirkum vinnuvélum samhliða vélstjórnarnámi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hún segist meðvituð um hún storki kannski staðalímyndum en hana hafi bara alltaf langað gera einmitt þetta.

Einnig farið á tökustað sjónvarpsþáttaraðarinnar Elmu en hún fjallar um harðsnúna rannsóknarlögreglukonu á Akranesi.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,