Kastljós

Stafræn kvíðameðferð, Víkingur vinnur og hatursfull stjórnmálaumræða

Flerir börn gætu fengið nauðsynlega meðferð við kvíða ef áætlanir um stafræna útgáfu hugrænnar atferlismeðferðar ganga eftir, sem eru í þróun hjá Háskólanum í Reykjavík. Brynjar Halldórsson dósent við sálfræðideild HR, Anna Sigríður Islind, prófessor við tölvunarfræðideild og Þuríður Hallgrímsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við HR lýsa þessum stafrænu áherslum.

Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrr í dag. Hann ræðir við Kastljós frá Suður-Kaliforníu þar sem hann er staddur á tónleikaferðalagi.

Anna-Karin Hatt, leiðtogi Centerpartiet í Svíþjóð, sagði nýverið af sér vegna hótana og hatursfullrar umræðu sem beindist gegn henni. Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðingur, hefur rannsakað umræður og starfsumhverfi stjórnmálafólks á Íslandi.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

21. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,