Kastljós

Riða í Skagafirði, vopnahlésviðræður, Sagan af dátanum

Riðuveiki var greind á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði í síðustu viku. Greiningin er jafnan mikið áfall og ljóst mikil vinna bíður bænda á staðnum. Við hittum Aron og Guðmundu á Kirkjuhóli.

Í dag eru tvö ár frá innrás Hamas samtakanna í Ísrael sem hleypti af stað blóðugu stríði. Vopnahlésviðræður hófust í gær en óljóst er hvert framhaldið verður. Kastljós ræðir við Magnús Þorkel Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda um stöðuna.

Hin sígilda spurning um hvort selja skuli sálu sína fyrir auðæfi er velt upp í verkinu Sagan af dátanum sem Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir í Hofi á Akureyri. Við litum á æfingu.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

7. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,