• 00:07:28Fugl dagsins
  • 00:19:53Ester Rut Unnsteinsd. - Íslenski refurinn
  • 00:37:52Mennigngarmiðst. Hornafjarðar - safn vikunnar

Sumarmál

Íslenski refurinn, Menningarmiðstöð Hornafjarðar og fugl dagsins

Við fræddumst í dag um íslenska refinn, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Ester Rut Unnsteinsdóttir, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiðir stórt alþjóðlegt verkefni um rannsóknir á íslenska refastofninum og þar er m.a. verið skoða vísbendingar um hann gæti verið af mismunandi vistgerðum, eftir landshlutum. Ester kom til okkar og sagði okkur nánar af þessu.

Safn vikunnar í þetta sinn var Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Við heyrðum í Kristínu Völu Þrastardóttur, forstöðumanni miðstöðvarinnar þar sem hún var stödd fyrir austan. Hún sagði okkur frá starfseminni, Listasafni Svavars Guðnasonar, bókasafninu, Gömlubúð, sem á merkilega sögu og fleiru í þættinum.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Byrjaðu í dag elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)

Abracadabra / Steve Miller Band (Steven Haworth Miller)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Frumflutt

21. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,