• 00:07:54Fugl dagsins
  • 00:19:38Stefán Pálsson - Svalur, Tinni, Viggó og fleiri
  • 00:38:54Páll Ásgeir - Veganestið - Vestfirðir

Sumarmál

Froskur endurútgefur teiknimyndasögur, Veganestið á Vestfjörðum og fugl dagsins

Mörg þekkjum við teiknimyndasögur á borð við Tinna, Sval og Val, Viggó viðutan, Lukku Láka og fleiri, en slíkar bækur voru afskaplega vinsælar hér á landi á árum áður og margar hverjar verið ófáanlegar í langan tíma. hafa þessar bækur gengið í endurnýjun lífdaga hér á landi og Froskur útgáfa endurútgefið fjölda þeirra. Stefán Pálsson veit ýmislegt um myndasögur og hann kom til okkar og fræddi okkur um þessar fransk/belgísku bækur, vinsældir þeirra og aðdráttarafl.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivistarfrömuður, göngugarpur og leiðsögumaður kom til okkar í dag eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag talaði hann um Vestfirði, þar koma til dæmis við sögu Jóhannes úr Kötlum, Ljárskógar, Ísafjarðardjúp og margt fleira.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Við Gróttu / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)

Ég pant spila á gítar mannanna / Halli og Laddi (Þórhallur Sigurðsson)

Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR

Frumflutt

22. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,