Mörg þekkjum við teiknimyndasögur á borð við Tinna, Sval og Val, Viggó viðutan, Lukku Láka og fleiri, en slíkar bækur voru afskaplega vinsælar hér á landi á árum áður og margar hverjar verið ófáanlegar í langan tíma. Nú hafa þessar bækur gengið í endurnýjun lífdaga hér á landi og Froskur útgáfa endurútgefið fjölda þeirra. Stefán Pálsson veit ýmislegt um myndasögur og hann kom til okkar og fræddi okkur um þessar fransk/belgísku bækur, vinsældir þeirra og aðdráttarafl.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, útivistarfrömuður, göngugarpur og leiðsögumaður kom til okkar í dag eins og aðra þriðjudaga í sumar með það sem við köllum Veganestið. Í dag talaði hann um Vestfirði, þar koma til dæmis við sögu Jóhannes úr Kötlum, Ljárskógar, Ísafjarðardjúp og margt fleira.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Við Gróttu / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens)
Ég pant spila á gítar mannanna / Halli og Laddi (Þórhallur Sigurðsson)
Just The Way You Are / Billy Joel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR