Á föstudögum í sumar höfum við fengið ferðasögur og í dag sagði Védís Ólafsdóttir okkur sína ferðasögu en hún gekk frá nyrsta vita Íslands, Hraunhafnartangavita suður yfir landið að Alviðruhamravita, 555 kílómetra leið á 16 dögum. Mestan hlutann var hún ein á göngu og hún sagði okkur allt um þessa göngu í þættinum, hvernig hún kom til, undirbúningnum, hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að öryggismálum, hvað hún borðaði og hvar hún gisti og margt fleira.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Kaupakonan hans Gísla í Gröf / Haukur Morthens (Sid Tepper, texti Loftur Guðmundsson)
Calm Down / Rema og Selena Gomez (Alexandre Uwaifo, Amanda Ibanez, Divine Ikubor, LONDON, Michael Hunter, Selena Gomez)
Everything In It’s Right Place / Radiohead (Colin Greenwood, Ed O'Brien, Jonny Greenwood, Philip Selway, Thom Yorke)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR