Í ár fagnar Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, 20 ára starfsafmæli. Ljósið hefur í gegnum árin tekið á móti þúsundum krabbameinsgreindra einstaklinga, í endurhæfingu og aðstandendum þeirra í fræðslu og stuðning. Starfsemin er fjölbreytt og fjármögnuð að miklu leyti með ýmis konar fjáröflunarverkefnum. Nú er t.d. að fara í gang verkefni í samstarfi við Nettó og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu og Bóas Ragnar Bóasson frá Nettó komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá þessari nýju fjáröflun, auk þess sem við fræddumst um starfsemi Ljóssins í stærra samhengi.
Ása Baldursdóttir, sérfræðingur Sumarmála í áhugaverðu efni að hlusta og horfa á, kom í þáttinn í dag. Í dag ræddi Ása um hlaðvörpin Hyperfixed þar sem þáttarstjórnandinn hjálpar með vandamál hlustenda stór eða smá, vísinda hlaðvarpið Sciense Vs. þar sem vísindaleg gögn eru borin saman við algengar skoðanir fólks á gamansaman hátt. Og sjónvarpsþáttaröðina Dept Q. lögregluþætti sem gerast í Skotlandi og handritin byggja á bókum eftir metsöluhöfundinum Jussi Adler Olsen.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Þrisvar í viku / Bítlavinafélagið (Jón Ólafsson, texti Stefán Hjörleifsson)
Midnight Train / Richard Hawley (Richard Hawley)
Ramóna / Ellý og Vilhjálmur Viljhálms (Mabel Wayne & L. Wolfe Gilbert, texti Þorsteinn Gíslason)
Sumarást / Helena Eyjólfs, Þorvaldur Halldórsson og Hljómsveit Ingimars Eydal (Lee Hazelwood, texti Ásta Sigurðardóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG HULDA GEIRSDÓTTIR