Fyrsti þáttur Sumarmála þetta sumarið fór í loftið í dag.
Fugl dagsins verður auðvitað aftur á dagskrá eins og undanfarin sumur. Í þeim lið gefum við vísbendingar, heyrum hljóðin sem hann gefur frá sér og hlustendur geta spreytt sig á því að giska á hver fugl dagsins er.
Við heyrðum svo í Agli Helgasyni, nýjum formanni Grikklandsvinafélagsins Hellas þar sem hann er staddur á Grikklandi. Við spurðum hann út í þessa sterku tengingu sem hann hefur við Grikkland, hvernig kom hún til? Hvað er það sem heillar svona mikið við þetta land og hvernig er að dvelja á uppáhaldseyjunni hans Folegandros, hvar hann er nú staddur með fjölskyldunni.
Svo verður fastur liður á mánudögum safn vikunnar eins og fyrri sumur, í þetta sinn var það Listasafn Íslands, Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri, sagði okkur frá því hvað er á döfinni hjá þeim þessa dagana.
Tónlist í þættinum í dag:
Skín sól / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Kristján frá Djúpalæk)
Sól bros þín / Bubbi (Bubbi Morthens)
Serenade (Song for a Wedding) / Kári Egilsson (Kári Egilsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON