• 00:08:27Fugl dagsins
  • 00:19:23Egill Helgason - Grikklandsvinafélagið Hellas
  • 00:39:47Ingibjörg Jóhannsdóttir - Listasafn Íslands

Sumarmál

Fuglinn, Grikklandsvinafélagið og Listasafn Íslands

Fyrsti þáttur Sumarmála þetta sumarið fór í loftið í dag.

Fugl dagsins verður auðvitað aftur á dagskrá eins og undanfarin sumur. Í þeim lið gefum við vísbendingar, heyrum hljóðin sem hann gefur frá sér og hlustendur geta spreytt sig á því giska á hver fugl dagsins er.

Við heyrðum svo í Agli Helgasyni, nýjum formanni Grikklandsvinafélagsins Hellas þar sem hann er staddur á Grikklandi. Við spurðum hann út í þessa sterku tengingu sem hann hefur við Grikkland, hvernig kom hún til? Hvað er það sem heillar svona mikið við þetta land og hvernig er dvelja á uppáhaldseyjunni hans Folegandros, hvar hann er staddur með fjölskyldunni.

Svo verður fastur liður á mánudögum safn vikunnar eins og fyrri sumur, í þetta sinn var það Listasafn Íslands, Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri, sagði okkur frá því hvað er á döfinni hjá þeim þessa dagana.

Tónlist í þættinum í dag:

Skín sól / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Kristján frá Djúpalæk)

Sól bros þín / Bubbi (Bubbi Morthens)

Serenade (Song for a Wedding) / Kári Egilsson (Kári Egilsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

30. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,